ÓKEYPIS 10 DAGA HLAUPAÁSKORUN
Einföld ráð til að hlaupa lengra, bæta tíma og gera hlaup að vana svo þú byrjir að sjá árangur.
Skráning hér ⬇️
*Með því að skrá þig samþykkirðu að fá tölvupósta frá Endurafit. Þú getur afskráð þig hvenær sem er.
Hæ 👋 Ég heiti Daði Freyr
Ég er hlaupari og hlaupaþjálfari og hef síðustu árin hjálpað yfir 250 hlaupurum í hlaupafjarþjálfuninni minni.
Í 10 Daga Hlaupaáskoruninni gef ég þér einföld og nothæf hlauparáð sem hjálpa þér að hlaupa lengra, bæta tíma og gera hlaup að vana svo þú byrjir að sjá árangur.
![](https://kajabi-storefronts-production.kajabi-cdn.com/kajabi-storefronts-production/file-uploads/themes/2157714849/settings_images/efa4054-b82b-5e37-7da-8ff3208c2_d0a2cbb1-37e2-4cba-aed8-969770b4a38f.jpeg)
Það sem við förum yfir:
![](https://kajabi-storefronts-production.kajabi-cdn.com/kajabi-storefronts-production/file-uploads/themes/2157714849/settings_images/5ff3241-ed5-d2aa-6ea3-1cd3fd0b6d77_dart.png)
Markmiðasetning
Ég mun leiða þig í gegnum markmiðasetningu svo þú vitir nákvæmlega hvað þú ætlar að gera og hvenær.
![](https://kajabi-storefronts-production.kajabi-cdn.com/kajabi-storefronts-production/file-uploads/themes/2157714849/settings_images/20f4ca5-4f04-517f-8748-ff370d41f1f_turtle.png)
Róleg hlaup
Þú munt læra hvernig þú getur bætt hraða og úthald án þess að keyra þig út á hverri æfingu.
![](https://kajabi-storefronts-production.kajabi-cdn.com/kajabi-storefronts-production/file-uploads/themes/2157714849/settings_images/8ed80d-e446-46b-ea4-d62c6c27a372_lock.png)
Skotheldir vanar.
Ef þú reiðir þig á innblástur til að koma þér út að hlaupa muntu ekki endast lengi. Við förum yfir hvernig þú notar innblásturinn til að byggja vana sem endast.
![](https://kajabi-storefronts-production.kajabi-cdn.com/kajabi-storefronts-production/file-uploads/themes/2157714849/settings_images/ef080f-e30-b78d-7238-d83642ef3b38_man-running.png)
Hlaupastíll
Lærðu einföld atriði til að þjálfa hagkvæman og afslappaðan hlaupastíl.
![](https://kajabi-storefronts-production.kajabi-cdn.com/kajabi-storefronts-production/file-uploads/themes/2157714849/settings_images/caba571-ae43-8d0e-aae2-4dc6f47c8fa1_zap.png)
Gæðaæfingar
Tempo hlaup, interval æfingar, brekkusprettir. Við förum yfir hvað mismunandi æfingar þjálfa og hvernig þær passa inn í æfingaplanið.
![](https://kajabi-storefronts-production.kajabi-cdn.com/kajabi-storefronts-production/file-uploads/themes/2157714849/settings_images/37e8f80-e18c-8ffa-1be3-237386811_handshake.png)
Hvatning og aðhald
Í hlaupaáskoruninni færðu daglegar lexíur og pepp í hvetjandi hóp með fullt af öðrum metnaðarfullum hlaupurum.
Að fara út að hlaupa vs. að æfa hlaup.
Ef þú hefur verið að fara út að hlaupa hvenær sem innblásturinn kemur og hlaupa svo bara þangað til þú getur ekki meira...
Þá hefurðu líklega komist að því að þetta er ekki áreiðanleg leið til að ná árangri.
En það er ekki skrítið. Innblástur kemur og fer og ef þú ert að keyra þig út á hverri æfingu þá verða hlaupin ekki mörg.
Í hlaupaáskoruninni muntu læra "að æfa hlaup" og það felur í sér:
- Að hafa skýrt markmið til að stefna að.
- Að hafa plan fyrir hvernig þú nærð því markmiði.
- Að læra að hlaupa rólega svo þú getir æft reglulega og byggt vanann og úthaldsgrunninn.
- Að vita hvernig þú byggir upp æfingar til að bæta úthald og hraða í staðinn fyrir að eltast bara við blóðbragð í munninum sem merki um góða æfingu.
Svo þetta er ekki bara 10 daga átak þar sem þú hleypur eins mikið og þú getur. Þetta er námskeið sem kennir þér nýja nálgun.
Þú gerist meðlimur að Facebook hópi þar sem ég birti á hverjum degi myndband með lexíu dagsins og einföldu verkefni.
Verkefnin kenna þér að æfa rétt og byggja hugarfarið sem þarf til að halda áfram nógu lengi til að sjá árangur.
Fyrir hvern er hlaupaáskorunin?
Er þetta í alvöru ókeypis?
Þarf ég að hlaupa á hverjum degi?
Hvað tekur þetta langan tíma?
Hvað þarf ég að gera til að skrá mig?
![](https://kajabi-storefronts-production.kajabi-cdn.com/kajabi-storefronts-production/themes/2157714849/assets/placeholder.png?1737372419874806)
Join Our Free Trial
Get started today before this once in a lifetime opportunity expires.