Hlaupaþjálfun Endurafit

(Ný síða í vinnslu)

Hér munt þú finna upplýsingar um hlaupaþjálfun, hjálplegar greinar, ókeypis 10 daga hlaupaáskorun Endurafit og fleira. 

Skrá mig á póstlista

Um Mig

Ég heiti Daði Freyr. Ég trúi því að hver sem er geti tekið ákvörðun um að gera betur, og hlaup eru fullkominn vettvangur til þess. Þau hjálpa þér að byggja bæði hörku og skynsemi og kenna þér að njóta sigra, læra af mistökum og brosa í gegnum það allt saman
 
Ég byrjaði að hlaupa 2018 og hoppaði þá beint í Maraþon. Þegar ég sá að ég gat klárað það fékk ég meiri áhuga á að hlaupa hraðar og núna finnst mér skemmtilegasta áskorunin að bæta tímana mína í 5km upp í 42km.
Síðan ég byrjaði að þjálfa hef ég unnið með yfir 250 hlaupurum. Allt frá því að hjálpa fólki að komast sína fyrstu 5km upp í að hlaupa sub-3 Maraþon og 130km í bakgarðinum.
 
Hversdagsleikinn getur verið hrikalega hversdagslegur og þess vegna finnst mér hlaup svo mikilvæg til að kippa manni út úr þægindarammanum og minna mann að maður er á lífi.
Í hlaupunum finnurðu stolt, spennu, gleði og óteljandi upplifanir sem þú finnur ekki í tölvupóst innhólfinu þínu.
Sem þjálfari vil ég hjálpa þér upplifa þetta allt saman, fá þig til að trúa á stór markmið og auðvitað hjálpa þér að ná þeim markmiðum!

Ókeypis 10 Daga Hlaupaáskorun

Ef þú hefur verið að fara út að hlaupa en vilt læra að "æfa hlaup" þá er hlaupaáskorunin fyrir þig. 

Einföld ráð til að hlaupa lengra, bæta tíma og ná að halda áfram nógu lengi til að sjá árangur.

Upplýsingar og skráning

Skráðu þig hér til að fá vikulegt fréttabréf Endurafit

Hvetjandi hlaupaþjálfunarráð til að hjálpa þér að æfa betur, hlaupa lengra og bæta tíma. Mætir á hverjum þriðjudegi í pósthólfið þitt.

Af og til sendi ég líka tilkynningar og tilboð varðandi hlaupaþjálfunina mína. 

Auðvelt að afskrá sig hvenær sem er.